5.2.2009 | 23:03
Á móti öllu stefnan, virkar illa nú þegar menn hafa völdin
Það er ágætt að velta því fyrir sér hvar ákvörðunin um hvalveiðar væri stödd ef þingið gerði ekkert annað næstu tvo mánuði en að ræða hvort að það ætti að leyfa hvalveiðar eða ekki. Kæmust menn að einhverri sameiginlegri niðurstöðu? Er það líklegt að Kolbrún Halldórsdóttir kæmist að þeirri niðurstöðu að best væri að leyfa hvalveiðar? Eða er það líklegt að Einar K kæmist að þeirri niðurstöðu að best væri að láta það vera? Á einhverju tíma punti þarf að taka ákvörðun. Það er hlutverk stjórnmálamannanna að taka ákvarðanir. Ef lýðræðið á að virka er það hlutverk stjórnmálamannanna að taka púlsinn á hjartslætti þjóðarinnar. Nú þegar Steingrímur er kominn í stjórn getur hann og VG ekki verið á móti öllu. Sú stefna gengur ekki: Nú reynir á formann VG. Ég hef þá trú á Steingrími J að hann geri einhverjar smá breytingar á reglugerðinni um hvalveiðar, en að í sumar verði veiddur hvalur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.