1.2.2009 | 14:51
Getur siðblinda verið illkynja?
Þegar búið var að skera á öll kýli hjá Eimskipafélaginu kom í ljós að tapið var hátt í 100 miljarða. Forstjóri síðustu ára kallar nú eftir bónusnum sínum sem Eimskipafélagið að sjálfsögðu neitar að borga. Það er ótrúlegt að sá sami maður ætli að búa í íslensku samfélagi. Með aðstoð lögfræðinga er þessi maður að innheimta bónusinn sinn. Hvernig getur þessi maður horft framan í fólk sem býr hér á landi. Sama fólk og búið er að setja á herðarnar miljónir á miljónir ofan eftir þessa fjármálasnillinga. Síðustu mánuðina fékk þessi forstjóri um 1 milljón á dag í laun. En nú vantar hann bónusinn. Þetta fyrirbæri í fjármálageiranum að greiða bónusa í miljónavís, óháð árangri er siðblinda. En þegar siðblindan er orðin eins ofsaleg eins og hjá Eimskip dettur manni í hug hvort siðblinda geti verið illkynja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.