27.1.2009 | 10:33
Fólk kýs tóma vitleysu.
Þegar Ágúst var kosin lýðræðislegri kosningu á landsfundi Samfylkingarinnar sem varaformaður flokksins fannst einhverjum í flokknum að fólkið hafi kosið rangt. Þessa ranga kosning fólksins var einfaldlega leiðrétt af formanni flokksins með því að setja hann út í kuldann. Í mörgum tilfellum þarf að hafa vit fyrir fólki þegar það kýs einhverja bölvaða vitleysu. Annað gott dæmi um hvernig stjórnmálamenn þurfa að stilla af og díla með lýðræðislega kosningu. Framsóknarflokkurinn var í síðustu ríkisstjórn tiltölulega lítill flokkur. En síðan voru það tveir menn sem sömdu um það að Halldór Ásgrímsson yrði æðsti maður þjóðarinnar. Þrátt fyrir að tilheyra einum minnsta flokknum. Það sá það allir að það var eitthvað rangt við þetta. Nú þegar allt er hrunið og mikið talað um að endurbyggja lýðræðið held ég að það væri holt fyrir kjörna fulltrúa að huga að því hvernig þeir fara með það umboð sem þeir eru kosnir til og leifa fólki að kjós, jafnvel þó að það kjósi vitlaust.
Ágúst Ólafur hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.