25.1.2009 | 15:50
Er þetta spurningin um hver nær undirtökunum?
Ég held að nú sé verið að bjóða okkur upp á þá ömurlegust pólitík sem hugsast getur við núverandi aðstæður. Í morgun segir Björgvin af sér. Nú er það mat framkvæmdastjóra Samfylkingar að hún hafi náð einhverju frumkvæði. Verkefnin snúast ekki um að ná einhverju frumkvæði gagnvart öðrum stjórnmálaflokkum, verkefnin snúast um aðgerðir í þeim gríðarlega vanda sem þjóðin stendur frami fyrir. Það er grátlegt að þeir tveir foringjar sem hvað mest á reynir þurfi að vera að eyða púðrinu í sundurlausa hjörð. Það stefnir allt í það að hér verði algjör glundroði í næstu viku. Er það sem þessi þjóð þarf á a halda?
Samfylkingin hefur náð frumkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.