Ég trúi því að Geir stigi til hliðar á landsfundi.

Þau mistök  stjórnvalda í aðdraganda efnahagshrunsins eru að verða æ skýrari. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins talaði Geir H Haarde sjálfur um þessi mistök. Nú heldur sjálfstæðisflokkurinn landsfund sinn eftir rúma viku. Sem sjálfstæðismaður í áratugi trú ég því að Geir taki flokks hagsmuni fram yfir aðra hagsmuni og stigi til hliðar á landsfundi. Sama á að sjálfsögðu við um varaformann. Ég trúi því líka að það verði ekkert makk í bakherbergjum sjálfstæðismanna um það hver á að taka við. Ég trúi því að það verði fólkið sem sækir landsfund sem taki ákvörðun um nýja forystu.Allra augu verða á flokknum á þessum tíma. Á þessum fundi fær sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til að endurreisa stjálfstæðishugsjónina.
mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Hver var hin eiginlega sjálfstæðishugsjón?  Þegar maður skoðar sögu Sjálfstæðisflokksins er hugsjónabankinn ekkert auðugri en bankarnir sem flokkurinn hjálpaði til að gera Ísland gjaldþrota.

Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir hins vegar að flokkurinn var og er fyrst og fremst hagsmunasamtök gömlu flokkseigandanna sem líka áttu Íslenska Aðalverktaka, Eimskipafélagið, Völund, Árvakur, Shell, Ísbjörninn, ofl. fyrirtæki.  

Dunni, 19.1.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ég hef heyrt margt vitlausara!

Það er að renna upp fyrir einhverjum „ráðamanna“ okkar að þeir komist ekki öllu lengur upp með að segja: Ekki benda á mig. Að vísu sögðu Framsóknarmenn efnislega á landsfundinum sínum: Ekki okkur að kenna, við höfum gert upp við fortíðina, nú er bara framtíð. Þó skiptu þeir algerlega um forystu. Af hverju skyldi það nú vera?

Undiraldan í þjóðfélaginu þyngist stöðugt eftir því sem við gerum okkur betur grein fyrir hvernig komið er fyrir okkur og við hvern nýjan skandal sem lítur dagsins ljós.

Margt getur skeð fram að landsfundi Sjálfstæðismanna. Spurning er hvort landsfundarfulltrúar eru heittrúaðir eða sjálfstætt hugsandi fólk.

Jón Ragnar Björnsson, 19.1.2009 kl. 17:53

3 identicon

Egill opnaðu augun, Sjálfstæðisflokkurinn er spilltasti flokkur íslands og það væri alveg sama þó skipt væri um forystu innviðir flokksins eru spilltir alveg í gegn.

Við eigum að hætta vera í liði og fara kjósa eftir samvisku okkar og við fólkið í landinu eigum betra skilið en að fulltrúar okkar séu svona gjörspilltir, það spilltir að þeir taka 

hagsmuni flokksins fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, sem í mínum huga eru landráð. Opnaðu augun, hættu að kjósa af því þú ert í liði.

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband