11.1.2009 | 17:44
100-150 þús.tonn af þorski í vexti.
Á eyjan.is er haft eftir dr Ingólfi Arnarsyni í Norsku blaði að Íslenskur sjávarútvegur sé gjaldþrota. Í þeirri grein tala dr Ingólfur um að vaxtabirgði að skuldum sjávarútvegsins séu að öllum líkindum 30-45 miljarðar króna. Ég skrifa á bloggi mínu 27.11.08 grein með fyrirsögninni " Helsærðir útgerðarmenn" og leiði að því líkum að sennilega þurfum við að nota ca 100-150 þúsund tonn af þorski til að greiða vexti af skuldum sjávarútvegsins. Miðað við meðalverð á þorski í síðustu viku (samkv.RSF) sem var 295. Þá eru þessar tölur frá dr Ingólfi 101-152 þúsund tonn af þorski. Það er ísköld staðreynd að það þarf hvern einasta þorsktitt á næstu áratugum til að greiða bara vexti vegna skulda sjávarútvegsins. Hvað er nauðsynlegra en að gera stöðumat á sjávarútvegnum áður en við tökum ákvörðun hver við ætlum að fara?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.