"Bölvaður auli gat ég verið"

Stundum gerir maður eitthvað sem er svo augljóslega rangt og maður er hund óánægður með sjálfan sig. Þá tuðar maður gjarnan við sjálfan sig "bölvaður auli gat ég verið". Mér dettur þetta í þegar ég hugsa til þess að einhverjir útgerðamenn hafi verið að taka stöðu með krónunni og veðjað á að hún myndi styrkjast. Hvað ljós voru farinn að blikka síðustu mánuði og misseri fyrir hrun efnahaglslífsins og hrun krónunnar. Fjöldinn allur af erlendum sérfræðingum bentu á að hrun íslensks efnahagslífs væri framundan. Innstreymi jöklabréfa hingað til lands í vinnu mældust í hundruðum miljarða. Þetta var ekki fé án hirðis. Þetta var fé í eigu útlendinga sem sendu það til Íslands til að fá góðan arð. Jafnvel útgerðamenn fengu þetta fé að láni til að kaupa kvóta á yfir fjögurþúsund kr kílóið. Seðlabankinn gaf út að húsnæðisver myndi falla verulega. Það er undarlegt til þess að hugsa að í þessu umhverfi skildu útgerðamenn meta stöðuna þannig að krónan mundi styrkjast Ég trú ekki öðru en  að einhver útgeðamaður tuði nú niður í bringuna "Bölvaður auli gat ég verið"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband