Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta.

Í hinni ágætu vísu " Í dag er ég ríkur í dag er ég  glaður" kemur fyrir þessi hending "Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta". Mér var einhvernvegin þannig innanbrjósts eftir að búið var að taka af mér hina ágætu kryddsíld á stöð 2. Í stað þess að tuða í fjölskyldu mína um vonlausa mótmælendur ákvað ég að fara í hlaupaskóna og fara út að skokka. Við það eitt að fylla líkamann af súrefni taka pínulítið á er ótrúlegt hvað það verður mikil breyting á huganum. Ég fór að leiða að því hugann hversu það væri ofsalegt frelsi að geta farið út að hlaup og láta sér líða vel. Ég hugleiddi einnig hvað væri það mikilvægast sem ég á. Það er heilsan og fjölskyldan mín. Á þessum hlaupametrum varð áramóta heitið til. Það er að rækta og hlúa að þessu tvennu þ.e heilsunni og fjölskyldunni. Það var ekki laust við að ég væri farinn að raula síðustu metrana á hlaupunum. Í dag er ég ríkur í dag er ég glaður. Með þeim orðum og síðast bloggi á árinu 2008 óska ég móður minni sem nú er á sjúkrahúsinu á Akranesi, stórfjölskyldu minn, ættingjum og vinum og jafnvel mótmælendum sem voru að mótmæla í dag árs og friðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband