27.12.2008 | 20:38
Er gjaldþrota fólk kjörgengt til alþingis?
Þegar ég var að skokka í gærkveldi fór ég að velta þessu fyrir mér þ.e hvort fólk sem er gjaldþrota hafi kjörgengi til alþingis. Það væri kaldhæðni í meira lagi ef fólk sem orðið hefur gjaldþrota vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda væri ofan á annað svipt þeim rétti að bjóða sig fram til alþingis. Heyrst hafa spár að allt að 40% heimila hér á landi gæti orðið gjaldþrota vegna kreppunnar. Í mínum huga væri það ekki bara gott heldur æskilegt að eitthvað af þessu fólki færi inn á alþingi með sina reynslu og þekkingu. Ef þessi grunur minn er réttur þá verður að gera þær ráðstafanir strax til að leiðrétta þetta óréttlæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.