Sýrivextir ca 9000% hærri á Ísl. en í USA.

Í Zinbabe eru allar prósentutölur stjarnfræðilegar. Þannig er verðbólga mæld í þúsundum prósenta. Í þessari frétta er verið að segja frá stýrivöxtum í Bandaríkjunum. Berum saman stýrivexti þar og hér á Íslandi. Þá erum við farin að sjá prósentutölur eins og í Zinbabe sem skipta þúsundum. Ástæða fyrir svo lágum stýrivöxtum í USA eru að örva atvinnulífið og liður i því að að takast á við kreppuna. Er það skrítið að stundum spyrji maður sjálfan sig. Vita þessir menn sem nú sitja við stjórnvölin hér á landi hvað þeir eru að gera og á hvaða vegferð við erum? Í mínum huga er það eitt stærst vandamálið, að vita á hvern maður á að hlusta. Hver er það þarna út sem á að skýra kosti þess og galla að ganga í ESB? Er það sama fólkið og hefur stýrivexti 9000% hærri hér en í USA til að takast á við kreppuna?
mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Egill. 

Miðað við 0% vexti í Bandaríkjunum, hversu miklu hærri eru þeir á Íslandi?

Árni (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:50

2 identicon

Sæll Árni.

Dóttir mín sem er 8ára og er að læra margföldunartöfluna fannst 0*taflan svolítið sniðug. Ég sé að þú ert sama sinnis. En það er nú kannski ekki það sem ég er að benda á. Prófaður að slá inn í reiknivélina þína 0,205 (stýrivextir í usa)*9000%=18,5 (stýrivextir á Ísl.)

Egill (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Egill.

Fyrir það fyrsta þá er ekki kreppa (ennþá) á Íslandi.  Algengasta skilgreining á kreppu er 50% verðbólga á mánuði (er í dag 17% á ári).  Víðasta mögulega skilgreining á kreppu sem ég hef getað fundið er 100% ársverðbólga í þrjú ár samfleytt.

Í öðru lagi þá er ástæðan fyrir háum stýrivöxtum hér einföld:  það er verið að skrúfa fyrir eyðslu og ýta undir sparnað til þess að minnka verðbólguþrýsting.  Lágir stýrivextir í BNA eru hugsaðir til þess að fá fólk til þess að eyða peningum til þess að auka verðbólgu.  Vandi BNA er fólginn í því að nú stefnir í verðhjöðnun hjá þeim sem er tífalt verra fyrir efnahaginn en verðbólga.  Þegar hagkerfi búa við verðhjöðnun fara ekki bara illa rekinn og/eða skuldsett fyrirtæki í gjaldþrot, heldur einnig þau fyrirtæki sem eru vel rekin.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Tja ef það væri 0.25% stýrivextir hér á landi myndi ég eyða hverri krónu í að borga niður skuldir sem eru alla að drepa.

Sævar Einarsson, 17.12.2008 kl. 02:15

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og það er einmitt það sem BNA er að reyna að gera Sævarinn; fá fólk og fyrirtæki til þess að nota peninganna til þess að AUKA verðbólgu.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.12.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Sævar Einarsson

hmmm eykur það á verðbólgu að borga niður skuldir ? ég hélt að bruðl gerði það, my bad

Sævar Einarsson, 17.12.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband