3.12.2008 | 14:48
Alþingismenn villtir í þokunni.
Í gærkveldi fór ég á ágætis fund hjá Pétri Blöndal í Álfabakka. Ég get ekki neitað því að ég hef alltaf gaman af því að hlust á Pétur. Hann er með öðruvísi yfirbragð en flestir aðrir þingmenn. Þingmenn eru nú að glíma við ástand sem þeir hafa aldrei lent í áður og allir eru þeir byrjendur í slíkum verkefnum. Eitt ætti að vera þeim öllum ljóst að við hinn almenni kjósand öfum verulegan áhuga á að ræða við þá. Bæði til að skamma, brýna , fræðast og síðast en ekki síst koma með okkar sýn á hlutina. Sjálfstæðisflokkurinn á og rekur fullt af sölum víða um borgina. Ég verð ekki var við að þingmenn sjálfstæðisflokksins sé þar að funda með stuðningsfólki sínu og öðrum. Á vef xd eru upplýsingar um þessa sali sjálfstæðismanna þ.e þeir eru auglýstir til leig. Þannig eru þessir salir reknir í samkeppni við einkaaðila sem eru í þessari grein svo sem eins og salir.is. Það er eins og þingmenn viti ekki hvernig þeir eigi agta í þessu ástandi. Það er eins og þeir séu að bíða eins og allir aðrir efir því hvað ríkisstjórnin sé að gera. Þingmenn hafa stærsta hlutverkið í því að móta reglurnar inn í nýtt Ísland. Er það von mín að þingmenn fari að komast út úr þokunni og vinna vinnuna sína.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.