30.11.2008 | 12:29
Umhverfissóðar.
Við iðkun á líkamsrækt í Árbæjarþreki blasir við út um gluggann rútur merktir Trex. Eru þetta bílar sem eru að flytja það verðmætasta sem við eigum þ.e börnin okkar í sund í Árbæjarlaug. Á meðan þessar rútur bíða eftir börnunum þá eru þeir hafðir í lausagangi, með tilheyrandi mengun. Í eitt skipti sá ég að börn af leikskóla sem löbbuðu framhjá rútunum með leikskólakennara sínum. Loft inntakið hjá börnunum var í sömu hæð og loftúttakið á rútunum. Á sama tíma og við fullorðna fólkið erum að setja miljónir króna á bakið á þessum ungum, er það með öllu ólíðandi að við getum ekki sýnt þessum börnum þá virðingu a menga ekki fyrir þeim loftið. Ég skora á rútufyrirtækið Trex og ITR að taka á þessum ósóma og stoppa þetta strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem framkvæmdastjóri TREX - Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. vil ég þakka þessar athugasemdir.
Við leggjum ríkt við aðila á okkar vegum að þeir hugsi á umhverfisvænan hátt og höfum m.a. beint því sérstaklega til bíleigenda innan okkar vébanda að hafa bíla sína ekki í lausagangi.
Þessa athugasemd sem hér er beint til okkar höfum við nú þegar sent áfram til aðila á okkar vegum til áréttingar. Vonandi verður það til að frekar verði farið eftir þessum reglum framvegis.
Takk aftur - Jón Gunnar Borgþórsson.
Jón Gunnar Borgþórsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.