Dettifoss drekkhlaðinn, fullur af gjaldeyri.

Þessa frétt finnst mér ástæða til að staldra við. Kreppufréttirnar eru að verða svo yfirþyrmandi að góðar fréttir drukkna í fréttamiðlum landsins. Í þessari litlu frétt var að skipið væri fullt af áli og fiski. Sá er þetta ritar vinnur hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar á bæ voru öllum starfsmönnum borgaður aukamánuður í síðasta mánuði. Vildu stjórnendur með því móti þakka starfsmönnum sínum hversu vel hefði gengið á miklum uppbyggingartímum hjá því fyrirtæki. Mikið hefur mætt á starfsmönnum undanfarin misseri vegna stækkunar verksmiðjunnar. Sýndu yfirstjórnendur með þessu hug sinn til starfsmanna sinna. Enginn átti von á þessu. Þetta kom eins þægilega á óvart eins og mest getur og erum við starfsmenn Norðuráls af heilum hug þakklátir stjórnendum fyrirtækisins. Ég tók eftir því að þessu var lítið rými gefið í fréttamiðlum okkar. Ég spurði mig af hverju? Ég finn engin svör, því í mínum huga var þetta stórfrétt. Í hverri viku sjáum við starfsmenn NA skip Einskipafélagsins lestuð á Grundartanga. Á hverju sólahring er framleitt ál fyrir hátt í 200 mkr. Krepputal og kreppufréttir meiga ekki yfirtaka allt. Við verðum að taka eftir því góða sem er að gerast í kringum okkur og gefa því rým.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband