8.11.2008 | 12:10
Davíð hótar að knésetja stærsta fyrirtæki á Íslandi.
Mig undrar að fyrirsögnin hjá mbl skuli ekki frekar vera í þessa veru eins fyrirsögnin er á þessari bloggfærslu. Eins og fram kom í viðtali Björns Inga við Sigurð Einarsson stjórnarformanns Kaupþings hótað Davíð Oddson því að koma stærsta fyrirtæki á Ísland á kné. Þetta er með þvílíkum ólíkindum að ég trú því ekki að að þessi helgi líð að annaðhvort komi yfirlýsing frá seðlabankanum, eða hitt að gærdagurinn hafi verið síðasti vinnudagur Davíðs Oddsonar sem seðlabankastjóri.
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefði verið einhver dugur í Davíð Oddsyni þá hefði hann átt að kæra þessa útrásarmenn fyrir landráð
Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:16
Ég er nú ekki mikill aðdáandi Davíðs né Sjálfstæðisflokksins en mér finnst áhugavert hve fólk er fljótt að líta undan öllum þeim sem báru stóra ábyrgð á hvernig er komið fyrir okkur á meðan þeir benda í átt að Kónginum.
Davíð er enginn engill en það má ekki heldur gleyma siðspillingunni hjá öllum þessum mönnum, ekki einungis taka Davíð út og heimta að hann sé rekinn. Það þarf að taka á öllum þeim sem gerðu þennan skandal að veruleika þar á meðal FME, ríkisstjórnin, stjórnendur bankanna, útrásarvíkingarnir sem og bankastjórar Seðlabankans.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:45
Við erum í þeirri alvarlegu stöðu að forsætisráðherra vor er undir hælnum á vanhæfum seðlabankastjóra sem að öllum líkindum á líka við alvarleg geðræn vandamál að etja. Þess vegna er það mjög mikilvægt að honum (seðlabankastjóranum) verði vikið úr starfi hið fyrsta áður en hann fær tækifæri á því að valda meiri skaða. Dómgreindarleysi Geirs Hilmars er líka algjört og hans dagar í pólitík taldir, spurningin er bara hvort að honum takist að draga sjálfstæðisflokkinn með sér í fallinu og geri ráð fyrir því að svo verði raunin.
Fannar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.