6.11.2008 | 17:52
Á venjulegt fólk að skilja þetta?
Nú eru vinir okkar og frændur Danir að lækka stýrivexti til að örva og bæta efnahagslífið og koma á móts við þarfir almennings. Það sama er að gerast víða í hinum vestræna heimi. Tilgangurinn er alltaf sá sami að örva og bæta efnahagslífið. Hér hækkuðu menn stýrivexti á einu bretti um 6% til að örva og bæta efnahagslífið. Þessi eina hækkun er hærri en heildar stýrivextir eru í Danmörku. Svo eigum við venjulegt fólk að skilja þetta.
Stýrivextir lækkaðir í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Það virðist gleymast í umræðinni að Danska krónan er Evru tengd þannig að þegar seðlabanki Evrópu hækkar eða lækkar vexti þá hækka og lækka vextirnir í Danmörku eftir því, samt eru á þessu um 1% viðmiðunar mörk þannig að Danir geta leyft sér að hafa vextina 1 % hærri en Seðlabanki Evrópu segir
The Critic, 6.11.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.