5.11.2008 | 12:17
Hvar er gengið skráð?
Ég hef verið að leita að hvar verð á varanlegum aflaheimildum er skráð. Ég get hvergi sé þá skráningu. Nú hlýtur þetta að skilta ofsalega miklu máli fyrir t.d nýju bankana. Þurfa þeir hugsanleg að gera veðkall ef verð á aflaheimildum hefur lækkað mikið. Það var stórfrétt þegar gengið á krónuræflinum var ekki skráð. Það undrar mig stórlega að það skuli ekki vera frétt í fjölmiðlum landsins þegar sú staðreynd blasir við okkur að gengið á aflaheimildum sé ekki til. Ég skil ekki hvernig það er hægt í því sjávarútvegskerfi sem við búum við í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.