23.10.2008 | 19:31
Hannes Smárason og trillukarlar.
Þegar Hannes Smárason tók stöðu AMR(American Airlines) og horfði fram á gengið var að hrynja ákallaði hann stjórn AMR um að gera ráðstafanir til að auka verðgildi félagsins. Ein tillaga hanns var að selja parta og parta út úr AMR. Vandamálið var að Hannes var búinn að skuldsetja sig upp fyrir haus. Nú eru margir trillukarlar búnir að skuldsetja sig upp fyrir haus og kaupa aflaheimildir á allt of háu verði. Gengi þorsksins hefur lækkað og skuldir hækkað. Nú ákalla þeir ráðherra um að auka verðgildi þess sem þeir voru að kaupa. Eigum við nú að sleppa áliti vísindamanna og skrúfa frá til að bjarga þeim sem keyptu kvóta á fáránlegu verði? Nú reynir á þolrif ráðherra.
Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.