23.10.2008 | 14:09
Nýja Ísland, nýju bankarnir og gamla kvókakerfið.
Ég verð að játa að mér brá í hádeginu þegar ég hlustaði á Einar Kristinn ráðherra sjávarútvegsmála í hádegis fréttum. Síðasta áratug eða meira höfum við lifað við það að fiskveiðistjórnunarkerið okkar, svokallað kvótakerfi hefur ekki þolað umræðu í þjóðfélaginu. Sé minnst á kvótakerfið þá er eins og fjandinn verði laus. Ekkert nema upphrópanir. Friðrik Arngrímsson hefur verið þar fremstur í flokki og hefur síðustu ár fengið dyggan stuðning Einars Kristins ráðherra okkar sjálfstæðismanna. Það sjá allir sem sjá vilja að nú eru kaflaskil í þjóðfélaginu. Að ætla að gamla kvótakerfið geti lifað óbreyttu lífi er fráleitt. Fyrir hrun bankakerfisins mátti lesa í fjölmiðlum frásagnir af útgerðum sem voru að kaupa þorsk á 4000 kr/kg og fengu til þess lán í evrum. Þá var evran ca 85 kr. Síðan var þorsk kvótinn skorinn niður um þriðjung og evran stendur nú í ca 150 kr. Auðvita eiga ríkisbankarnir eftir að gera veðkall í þennan kvóta. Hvað á að gera við þann kvóta sem ríkisbankarnir þurfa að leysa til sín? Selja hann einhverjum öðrum? Hverjum og á hvað? Gangverk kvótakerfisins hefur verðið að verðið hefur bara hækkað síðasta áratug. Það er allt í lagi að kaupa kílóið á 4000 kr í dag ef það fer í 8000 kr eftir tvö til þrjú ár. En nú stoppum við þessa vitleysu. Berum saman viðskipti með aflaheimildir annars vegar og hlutabréfa hinsvegar. Í kauphöllinni eru mjög strangar reglur sem farið er eftir þegar verið er að selja verðmæti þar á bæ. En viðskipti með aflaheimildir er einhverskonar rassvasakerfi þar sem örfáir menn versla sín á milli. Af hverju meiga þessi viðskipti ekki fara í kauphöllina? Af hverju meiga ekki allir sem hafa áhuga á kaupa aflaheimildir? Það er staðreynd að á íslandi eigum við útgerðir og útgerðamenn sem eru framúrskarandi í sinni grein. Ég sé það ekki fyrir mér að aflaheimildir verði teknar af mönnum sem hafa greitt fyrir þær og standa í skilum með sínar skuldbindingar. Þessar upphrópanir sem hafa einkennt sjávarútveginn síðasta áratug hefur skaðað hann stórkostlega og þá mest er síst skildi. Nú er eitt brýnasta verkefni Einars Kristins að stýra umræðunni og aðgerðum í réttan farveg með það að markmiði að efla og styrkja íslenskan sjávarútveg. Ef Einar Kr. stendur sig ekki í því verkefni verðum við sjálfstæðismenn að skipta honum útaf vellinum og setja nýjan mann inná.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.