22.10.2008 | 01:17
Hér verða stjórnmálamenn að staldra við.
Nú fæ ég ekki betur séð en að stjórnmálamenn séu hreinlega farnir að segja okkur ósatt. Það hefur margkomið fram í fréttum að eignir LÍ í Bretlandi séu langt upp í þessar skuldbindingar vegna Icesave reikninga. Af hverju þarf þá að taka lán fyrir allri upphæðinni? Með þessari lántöku fæ ég ekki betur séð en að það séu engar eignir í Bretlandi til að mæta þessum kröfum. Hér er þörf á skýringum. Ég á tvær litlar dætur. Þessi skuldbinding til Breta er u.m.þ.b 2 mkr á hvora stelpu. Til að áta sig í þessu ástandi, fer að verða mesta vandamálið á hvern maður á að hlusta og hvern ekki.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit nú ekkert hvernig þetta er, en það er _möguleiki_(og ég vona að þetta reynist raunin) að ríkisstjórnin vilji ekki selja eignirnar á stórum afslætti og þessvegna bíður hún með að selja þangað til verðið er komið í samt horf. Eins og ég segi þá vona ég að þetta sé raunin, því annað verður mjög sársaukafullt að kyngja.
Gunnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.