7.5.2020 | 17:42
Sorgarsaga Landsbankans.
Við sem orðin eru meira en tvæ vetur munum eftir hvernig bankakerfið var. Þingmenn sátu í stjórnum bankanna. Síðan var fyrirkomulagið þannig að öllu skipti að fá "sinn" mann í stjórnina. Síðan komu sérhagsmunamennirnir og sögðu við hina pólitískt ráðnu "hniptu í bankastjórann og lempaðu til fyrir víxli fyrir mig" Í fáum orðum brugðust þingmenn trausti almennings. Í stað þess að færa valdið nær fólkinu sem á bankann, var valdið fært fjær eigendum sínum. Í hendurnar á örfáum mönnum sem virðast vera í takmörkuðu sambandi við raunveruleikann. Ég fullyrði að ef við eigendur fengjum einhverju ráðið yrði nýbygging yfir höfuðstöðvar LÍ stoppuð. Ég reyndi að finna einhverja leið til að komast á fund þar sem ég gæti komið mínum sjónarmiðum á framfæri. Sá vettvangur er ekki til.Samt á ég bankann (ásamt löndum mínum) Þau rök sem stjórnin færir fyrir nýbyggingu halda ekki vatni. Svo ekki sé talað um nú á tímum covid-19 þar sem öllum útibúum var lokað og það breytti engu. Nú er bankinn að tapa milljörðum stoppum þessa geðveiki með byggingu nýrra höfuðstöðva LÍ.
Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.