22.7.2019 | 11:09
Allgjör öfugmæli.
Hvernig í veröldinni eigum við að trú því að bankarnir séu að hagræða fyrir okkur neytendur. Bankastarfsemi á íslandi snýst ekki um hagræðingu fyrir okkur neytendur þvert á móti er þrælast á okkur. Tökum dæmi. Nýverið fór ég um Leifsstöð á leið til útlanda. Ég ætlaði að skipta nokkrum krónum í evrur til að eiga handbært fé. Ég hafði skoðað gengið í mínum viðskiptabanka sem er Landsbankinn. Þegar ég skoða kvittunina úr hraðbankanum í Leifsstöð sé ég að gengið á evru er mikið hærra en ég hafði verið að skoða. Ég fór að kanna málið og komst að eftirfarandi. Isavia gerir tilboð í bankaþjónustu á vellinum og Arion hreppir hnossið. Hvað gerir Arion? Hann býr til sérstakt gengi fyrir flugvöllinn, sem er þó nokkuð hærra en almennt og Visagengi. Mismunur á kaup og sölugengi hjá Arion á vellinum er ca 12%, í nágrannalöndum okkar er þessi tala ca 3%.Í sinni einföldustu mynd lítur þetta þannig út. Það er sett upp bankagirðing í kringum völlinn þar sem öll samkeppni er bönnuð. Sá sem ræður inni í girðingunni (þar sem milljónir fara um) hagar sér eins og villimaður.Sennilega er þetta eini flugvöllurinn í heiminum þar sem gefið er út sérstakt gengi Ég hef rætt þetta við marga kunningja og vini. Allir eru yfirsig hneykslaðir á þessu fyrirkomulagi. Það er aðeins einn sem ég hef haft samband við sem sýndi engin viðbrögð. Hver var það? Jú, Samkeppniseftirlitið. Ég ætlaði að kæra þetta sem samkeppnisbrot á okkur neytendum. Þessi svívirða er í algjöru samræmi við þær reglur sem stjórnvöld setja. Af hverju má ekki vera samkeppni um okkur neytendur í Leifsstöð? Svo er fjármálaráðherra að telja okkur trú um að hann sé að hugsa um okkur neytendur og hagræðingu okkur til handa sé framundan. Því miður Bjarni þú hefur ekki traust mitt þegar kemur að hagræðingu í bankakerfinu. Ótal mörg önnur dæmi mætti nefna, svo sem fyrirhugaða byggingu Landsbankans á Hörpureit, vaxtaokrið og fl.Að lesa að vinna sé í gangi að hagræða í bankakerfinu fyrir okkur neytendur hljómar í mín eyru eins og ÖRGUSTU ÖFUGMÆLI.
Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefurðu velt því fyrir þér að beina kvörtun yfir þessu til Neytendastofu á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2019 kl. 11:55
Nei, það er ekkert hægt að gera þetta er gert í skjóli íslenskra laga og reglna.
Egill Jon Kristjansson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 13:40
Það væri þá fróðlegt að fá að vita hvaða lög og reglur það eru sem þú vilt meina að gangi framar lögum sem banna óréttmæta viðskiptahætti.
Hvaða íslensku lög heimila óréttmæta viðskiptahætti í trássi við EES-samninginn? Hefurðu velt því fyrir þér að kvarta til Eftirlitsstofnunar EFTA yfir því?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2019 kl. 15:45
Ef þú vilt vita hvað lög þetta eru sem heimila þetta þá er best að snúa sér til samkeppniseftirlitsins. Ég er ekki löglærður. En mat samkeppniseftirlitsins er það að þetta sé í góðu lagi og samræmist lögum um samkeppni.
Egill Jon Kristjansson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.