Við verðum að stoppa þetta.

Ég er búinn að vera í viðskiptum LÍ síðustu áratugi. Ef bankinn ætlar virkilega að far að byggja þarna þá er okkar samleið lokið. Við viðskiptavinirnir sjáum hvernig húsnæðisþörf bankanna hefur breyst. Ég kem ca 1 sinni til tvisvar á ári í útibúið mitt í Mjódd. Starfsfólkið þar er eins og baun í dós. Það sjá allir sem sjá vilja að bankinn myndi rúmast í meira en helmingi minna húsnæði. Af hverju fer ég ekki í útibúið mitt? Af því að ég geri öll mín bankaviðskipti í tölvunni. Ef þar er meining hjá þessum bankasnjóra (sem hefur brugðist okkur svo gjörsamlega) með að það væri mikið hagræði að hafa bankastarfsemina á einum stað þá byggir bankinn ódýra bygginu í jaðri bæjarins á ódýru byggingarlandi. Bankinn þarf fyrst og fremst að vera sýnilegu á netinu og þess vegna með fallegum lystaverkum í miðju bæjarins. Koma ferðamenn sem hingað reka til með  að nota  banka í miðbæ Reykjavíkur. Nei. Hraðbanka og búið. Ef bankinn er í eigu okkar íslendinga þá vil ég komast í færi við þá sem fara með mitt umboð. Ég þarf að eiga við þá orð. Ég ítreka það að ef bankinn byggir þarna þá er ég farinn úr Landsbankanum. Þarna er greinilega ekki verið að horfa til vilja okkar viðskiptavina heldur er vaðið áfram með drulluna upp á axlir, og mikið líkari því að verið sé að byggja yfir fortíðina frekar en framtíðina.


mbl.is Segir Landsbankann tilbúinn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála. Það er fáránlegt að fara að pota niður bankaskrifstofum í miðbænum. Ég held að eina röksemdin fyrir því sé sú sem kom fram hjá blaðafulltrúa bankans (af hverju þurfa bankar annars blaðafulltrúa?) fyrir nokkrum árum. Hún var sú að bankinn væri "miðbæjarfyrirtæki" og yrði því að hafa skrifstofur þar. 

Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2019 kl. 23:31

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Algerlega sammála. Byggi bankinn þarna, þar sem nánast enginn kemst að, skiptir maður yfir í Sparisjóð Norðfjarðar. Banki sem í dag hefst til húsa í ótal byggingum, út um allar tryssur á tækniöld, er lélegur banki. Að eyða níu þúsund milljónum í höfuðstöðvar er geggjun. Er þessi banki ekki annars í eigu almennings? Sem hluthafi mótmæli ég þessari andskotans vitkeysu, en á það verður ekki hlustað, frekar en önnur andmæli þeirra swm ávallt bera kostnaðinn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.1.2019 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband