9.7.2018 | 12:11
Góðir eigendur og slæmir.
Upp úr hruninu 2008 leitaði mjög á huga minn hverjir væru góðir eigendur af fyrirtækjum.Væri best að lífeyrissjóðirnir ættu öll fyrirtæki og síðan væru sjóðirnir með sérfræðinga á sínum snærum.Væru kannski gott að starfsmenn sem vinna í fyrirtækinu ættu góðan hlut í þeim. Í mínum huga tók ég sem dæmi ef sjómennirnir á skipum Bergs Hugins ættu 15-20% í útgerðinni.Ef forstjórinn keypti þyrlu til að skutlast á milli lands og eyja er ég hræddur um að sjómennirnir segðu " halló" er þörf á þessu. Ég reifaði þessum hugmyndum mínum á fundi í Valhöll.Mér er sérstaklega minnistæður einn náungi sem hnussaði og og spurði "viljið þið bæjarútgerð" Þetta var sami maðurinn sem var stjórnarformaður og einn stærsti eigandi í SP.kef þegar ruglið stóð hvað hæðst í stönginni. Sami maður og var forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lagði það sveitarfélag í rúst.Á svona menn er hlustað á í sjálfstæðisflokknum.Nú er Guðmundur orðinn aðaleigandi í HB-Granda með stuðningi bankans okkar, Landsbankans. Það sem leitar á hugann núna er hvort þetta eru góðir eigendur. Velgengni Guðmundar felst fyrst og frem í útsjónasemi hins helsjúka kvótakerfi. Bankinn lánar upp í rjáfur fyrir kaupunum og fær óhemju tekjur út úr sjávarauðlindinni, sem hann lánar síðan okkur með okurvöxtum. Eftir situr sú spurning hverjir eru góðir eigendur. Ég fann það á þessum fundi mínum í Valhöll að það var ekki minnsti áhugi fyrir að ræða þessa pólitísku spurningu mína. Við höfum þetta bara eins og verið hefur.
Segir sig úr stjórn HB Granda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.