1.7.2018 | 02:25
Hæfileikar Kristjáns felast í því að gera ekki neitt.
Eftir hrun var Kristján Þór fengin til að endurskoða hið félagslega kerfi okkar sjálfstæðismanna. Kristján hélt einhverja fundi meðal sjálfstæðismanna. Mætti undirritaður á einn af þessum fundum í Valhöll sem ég hefði betur sleppt. Kristján skilaði af sér verkefninu og viti menn.Hver var niðurstaðan? Það sem vantaði hjá sjálfstæðisflokknum var vara varaformaður, að mati Kristjáns. Þvílík snilld. Hið félagslega kerfi er ekki slæmt það er frekar hægt að segja að það sé ónýtt og jafnvel skaðlegt. Hin félagslega umgjörð sjálfsæðisflokksins er eins í dag og hún var hér í Reykjavík þegar Silli og Valdi voru kaupmenn hér í höfuðborginni. Lítil máttlaus félög drituð niður um alla borg. Ég segi að þessi umgjörð sé skaðleg. Af hverju? Í þessari umgjörð hafa sérhagsmunaöflin tekið völdin og ráða því sem þau ráða vilja. En fyrir þessa snilld sína þ.e að benda á að það vantaði vara varaformann (sem síðan breyttist í ritara) fékk þessi sami Kristján ráðherraembætti. Í síðustu ríkisstjórn var Kristján menntamálaráðherra. Við þessu embætti tók síðan Lilja Alfreðsdóttir. Sennileg er vandfundinn einn íslendingur sem telur að við það að Lilja tók við menntamálum hafi væntingar minnkað til málaflokksins. En að sjálfsögðu fékk Kristján Þór annað ráðuneyti. Atvinnuvegaráðuneytið þar sem sjávarútvegsmálin eru vistuð. Útilokað er að finna betri mann sem gerir nákvæmlega ekki neitt í þessum málaflokki. Þrátt fyrir stórkostlega þörf. Ef umgjörðin væri sú sama í stjórnmálum og fótbolta væri löngu búið að selja Kristján Þór fyrir slikk til neðrideildar liða. En svona getur grasserað í sjálfstæðisflokknum meðan hið félagslega kerfi er meira en ónýtt.
Ekki rétt að endurskoða hvalveiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.