Stysta leiðin upp úr pyttinum.

Nú er mikilvægt að stjórnmálamenn standi í lappirnar og finni stystu leið upp úr þeim forar pytti sem þeir sjálfir rötuðu í. Út af hverju í andskotanum þarf að kjósa til alþingis af því að kona átti peninga í útlöndum? Kona sem er með þau tengsl  við alþingi að hún á mann sem þar situr. Í tauga panik og stressi sögðu stjórnmálamenn að kosningar yrðu næsta haust. Ekki er hin minnsta átæða til að kjósa fyrr en næsta vor. Gefst þá stjórnmálamaönnum tækifæri á að undirbúa sig fyrir kosningarnar og segja okkur kjósendum hvað þeir hafi fram að færa. Stysta og ábyrgasta leið upp úr pyttinum er að boða til kosninga næsta vor.


mbl.is „Þetta er búið og gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Út af hverju í andskotanum þarf að kjósa til alþingis af því að kona átti peninga í útlöndum?"

Wintris málið snerist ekki um það hvort kona ætti peninga í útlöndum og enn síður um nein tengsl við Alþingi, heldur vanhæfi æðsta embættismanns landsins í málefnum slitabúa sem fyrirtæki maka hans er meðal kröfuhafa í. Umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi yrði þeim mun gagnlegri og markvissari, ef hún byggðist á staðreyndum frekar en tilhæfulausum fullyrðingum og þjóðsögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband