Þessir menn eru ekki í lagi.

Síðasta sumar þurfti ég að láta geyma bílinn við flugstöðina á Kef.flugvelli á meðan fjölskyldan var í Barcelona. Mér blöskraði verðið gjörsamlega. Ég skoðað á netinu hvernig þessi kostnaður hefði litið út ef dæmið hefði verið öfugt þ.e ég hefði þurft að láta geyma bílinn minn jafn lengi  við El Prad flugvölinn í Barcelona á meðan ég dveldi á Íslandi. Ég fann bílastæði við El Prad sem hefðu verið ódýrari en var við Leifsstöð. Mismunurinn á þessum tveimur flugvöllum er að El Prad stendur við miljóna borg og er landlaus. Þeir verða að byggja mjög dýr bílastæði. Bæði niðurgrafin og eins upp í loftið. Við flugvölinn í Keflavík er nánast endalaus land til að búa til bílastæði. Rétt að slétta úr hrauninu og malbika yfir. Við þurfum að losna við þessa græðgi hugsunarhátt, við þurfum að losna við þessa menn hjá Isavia sem eru ábyrgir fyrir svona helvítis rugli. Þessir menn eru ekki í lagi.


mbl.is Bílastæðagjöld tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Er ekki kominn tími til að Innanríkisráðherra taki á sig rögg og skipti um stjórn og þar með stjórnendur hjá ISAVIA?

Hvumpinn, 8.2.2016 kl. 15:24

2 identicon

"Stay on topic"

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband