Gott dæmi um ofsagræðgi.

Hvernig væri ef þú fengir meldingu á mælaborðið í bílnum þínum Error 53 bílinn er ónýtur. Þú lest gera við bílinn á verkstæði sem er okkur ekki þóknanlegt. Þessi ofsagræðgi Apple drepur alla samkeppni. Ef þú kemur ekki með síman til okkar og borgar þá sjáum við um að eyðileggja símann. Til að kóróna óþveraskapinn er kúnnanum talin trú um að þetta sé gert fyrir hann. Hræsni og ofsagræðgi Apple. 


mbl.is Þúsundir iPhone 6 síma „drepnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ný ekkert nýtt að Apple sé a nauðga viðskiftavinum sínum. Standard OP hjá þeim í áratugi.

PC tölvur með Apple logo er seldar á tvöföldu því verði sem væri hægt að kalla sangjarnt. (Þrátt fyrir að nota nákvæmlega sama hardware og aðrar PC tölvur.)
iPhone/iPod/iPad/etc... allt selt á margföldu kostnaðarverði.

Það er ekki óvart að fyrirtæki sem selur margfalt færri vörur en fyrirtæki eins og Samsung (sem selur ekki ódýrt heldur) er jafn mikils virði, ef ekki meira virði, en allir kepinautarnir.

iFans borga fyrir "lúxusin", og Apple hlær alla leiðina í bankan. (Í Lúxemburg, svo þeir þurfa ekki að borga af því skatta...)

Atli (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 12:07

2 identicon

Ég held þetta sé nú mest gert til þess að tryggja gagna örrygi, flestir eru með mjög persónuleg gögn inn á símunum sínum, svo er þeim stolið og fingrafaraskannanum skipt út fyrir hakkaðan slíkan til að komast í gögnin.  Einnig þá er verið að gera við svona síma út um allt og sett rusl varahluti og þá verður uplifun símans allt önnur en hún á að vera, þó svo t.d. að fyrri eigandi sætti sig við það og seljan svo. Ég held það sé ekki hægt að bera þetta saman við bíl á neinn hátt, þú geymir ekki persónuleg gögn og fjárhagsmál í bílnum og treystir bara lásnum einum á bílnum. 

Hafþór (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 15:49

3 identicon

Þessi villa er að koma upp á símum þar sem aðeins hefur verið skipt um skjá og ekki fingrafaraskannann. 

Notandi (IP-tala skráð) 9.2.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband