23.7.2015 | 14:29
Ragnheiður Elín hefur staðið sig illa.
Í sjónvarpsfréttum í gær sagði Ragnheiður Elín orð rétt " við höfum verið tekin í bólinu". Hér var hún að vísa til þessa miklu aukningar á ferðamönnum hingað til lands. Hún ber ábirg á þessum málaflokki. Eðlilegt framhald á þessu viðtali í sjónvarpinu hefði verið að að Elín hefði sagt. Og segi ég því af mér sem ráðherra. Í ráðuneyti hennar var til meðferðar í nokkur ár eitthvað sem heitir náttúrupassi. Hvað kom út úr því? Ekkert.Til að flokkast undir það að vera kallaður góður ráðherra er að vinna og taka ákvarðanir í takt við verkefnin og vöxt þeirra. Varnar og sóknarmaður í fótbolta sem er tekinn í bólinu er kippt út af vellinum og nýr settur inná. En svona gerist ekki í stjórnmálum við getum verið með handónýta ráðherra mánuðum og árum saman. Hér þarf að vera viðhorfsbreyting. Ef menn ekki standa sig eiga þeir að víkja til hliðar. Nú skildi einhver álikta að ég væri pólitískur andstæðingur Elínar. Svo er ekki. Ég flokkast undir það að vera búinn að vera sjálfstæðismaður í áratugi. En ég geri kröfur til pólitískra andstæðinga og ekki minni til pólitískra samherja.
Hugnast gjaldtaka á Laugaveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.