16.6.2015 | 06:53
Bankarnir gefa þingmanni puttann.
Það dylst engum að stöðugt meira og meira vald færist frá kosnu löggjafarþingi yfir til bankanna. Hefur þetta verið að gerast síðustu ár og misseri. Að mörgu leiti geta þingmenn sjálfir kennt sér um. Þeir hafa í æ auknu mæli fært bönkunum þetta vald á silfurfati. Gott dæmi þar um er sjávarauðlindin. Bankarnir lánuðu upp í rjáfur fyrir kvóta. Helst allur afrakstur af auðlindinni skildi renna til bankanna í formi vaxta. Nú senda bankarnir þingmanninum putta og segja að honum komi þetta ekki við. Er þetta lýðræðið sem við vildum?
Arion og Íslandsbanki vildu ekki svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg ljóst í mínum huga, að siðlausir bankar og lífeyrissjóðir stjórna hér á landi, og víðar í veröldinni, allri atburðarrás Guðlausra Mammonsstjóranna heimsveldisgræðgi-siðblindusjúku.
En það dugar ekki heimsbyggðinni að eitthvað sé mér vel ljóst.
Þess vegna er ég, og hef verið í nokkur ár, vel meðvituð og tilbúin til að taka þeirri TITANIC-AFTÖKU, sem greinilega er framundan á jörðinni glæpabanka/fjárfestingasjóða/lífeyrissjóða-herteknu og dauðadæmdu.
Er ekki best að hlæja og hafa gaman, meðan hnötturinn tortímist?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.