9.6.2015 | 12:43
Hvað á að selja, í hverju liggja verðmæti bankanna?
Liggja ekki verðmætin fyrst og fremst í vaxtaokri á íslenska markaðnum. Vaxtamunur er hvergi meiri en hér, vextir eru hvergi hærri. Þetta er söluvaran sem hrægammasjóðirnir ætla að selja, íslenskur almenningur innikróaður innana hárra girðingar. Meðan við erum lokuð innan girðingar vaxtaokurs erum við ekki frjáls. Mín krafa er einfaldlega sú að ég vil geta valið um banka sama hvort hann heitir Arion, Íslandsbanki, Landsbanki, Nordea, Den Danske bank eða hvaða nafni sem hann nefnist.
Bankarnir seldir fyrir árslok 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert í núgildandi lögum sem bannar þér að stofna til viðskipta við Nordea eða Den Danske Bank, ef þeir vilja fá þig í viðskipti.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2015 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.