Hverjir skapa bönkunum rekstrarumhverfi sitt?

Alþing, löggjafarsamkoman hefur í sínum höndum rekstrarumhverfi minnar fjölskyldu. Ég félli örugglega á því prófi að nefna hvað þeir allir heita skattarnir sem fjölskylda mín þarf að borga, þó gæti ég nefnt æði marga skatta með nafni.Hér er kannski ágætt að nefna einn. Fasteignaskatt. Jafnvel þó að eignin sé veðsett upp í topp, eignahlutfallið sé öfugt eins og dæmi erum um og ekki það fá, þá þarf að borga eignaskatt. Sem sagt skuldirnar eru skattlagðar. Nær væri að kalla þennan skatt skuldaskatt. Allir þessir skattar eru ákvarðaðir samkvæmt lögum frá alþingi. Þegar kemur að bönkunum þá er eins og það gildi einhver önnur lögmál. Ég hef það á tilfinningunni að bankarnir segi alþingi hvernig þetta eigi að vera. Alþingi virðis vera varnarlaust gagnvart bönkunum. Þeir vað á skítum skónum yfir allt og alla með sínar nýju kennitölur, og tilkynna miljarða gróða hægri vinstri. Þingmenn í stjórn sem fara í ræðupúlt alþingis og kvarta þar eru einungis að skrifa með áherslupenna yfir eigin aumingjaskap. Það er ekki annað hægt en að taka undir með Helga Hjörvar.


mbl.is Pínleg gagnrýni á banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Arðsem­is­hlut­fall stóru viðskipta­bank­anna árið 2014 nam 14,6% og nær ekki þeirri kröfu sem Banka­sýsla rík­is­ins - sem gæt­ir hags­muna al­menn­ings fyr­ir hönd rík­is­ins - ger­ir til lang­tíma­arðsemi eign­ar­hlut­ar síns sömu bönk­um. Banka­sýsl­an ger­ir kröfu um 14,7% lang­tíma­arðsemi eig­in fjár þeirra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­ar­hluti í."  http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/28/na_ekki_ardsemiskrofu_rikisins/

Hannes (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband