10.11.2014 | 16:43
Jafnaðarstefnan á meira skilið en þetta.
Það er með ólíkindum að Árni Páll skuli reka þessa tegund af pólitík. Árni Páll er þarna að grafa sína egin gröf. Stundum er lífið eins og flókin staða á taflborði þar sem öllu máli skiftir að finna réttan leikinn í stöðunni. Samkvæmt kynningunni sem ég var að horfa fengu 2500 manns 36 miljarða eða rúmar 14 miljónir á mann í 110% leið Jóhönnu og Steingríms. Þvílík hræðilegur afleikur á flókinni stöðu á taflborði stjórnmálanna. Þessi afleikur verður vonandi aldrei toppaður. Af hverju fagna ekki jafnaðarmenn að það sé verið að syrkja íslenskar fjölskyldur. Við borgum þetta sjálf.... Hvað borgum við ekki sjálf? Borgum við ekki heilsugæslu, löggæslu, menntun barna okka o.fl o.fl sjálf. Aðalatrið til að byggja upp þjóðfélag er að styrkja stöðu fjölskyldunnar, sem er hornsteinn allra þjóðfélaga. Þessi pólitík Árna Páls er aumkunaverð. Jafnaðarstefnan á betra skilið.
Niðurstaðan afskaplega ósanngjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef að 30 þús. manns eru skilin útundan af þeim rúmlega 100 þús. sem sóttu um, er það réttlætamlegt? Mín skoðun annaðhvort áttu allir að fá leiðréttingu, eða engin.Og svo er spurningin hvar í þjóðfélagsstiganum ætli þessir 30 þús. séu, er það þeir ríkustu eða þeir sem hefðu mest þurft á þessari leiðréttingu að halda? Bíð spenntur eftir morgundeginum.
Hjörtur Herbertsson, 10.11.2014 kl. 18:23
Getur trútt um talað maðurinn sem færði fjármálafyrirtækjum gjöf í formi seðlabankavaxta á gengislán.
"Gera alla jafnsetta" - voru helstu rökin fyrir þeirri grófu sniðgöngu á tilskipunum ESB um neytendalán.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 19:59
Sæll.
Er ekki enn ósanngjarnara að hans flokkur hafði 4 ár til að hjálpa fólki en gerði ekkert? Þegar Sf tjáir sig um þessi mál er hún að kasta steinum úr glerhúsi.
Finnst Árna Pál ekkert ósanngjarnt að neyða Íslendinga til að greiða hundruðir milljarða vegna skulda einkabanka? Af hverju ganga ekki allir þingmenn sem samþykktu Icesave með hauspoka?
Auðvitað er þessi skuldaniðurfelling ekki eins og hún var upphaflega kynnt og hægt að finna henni ýmislegt til foráttu en Sf hefur ekki efni á að segja orð varðandi það mál.
Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 07:14
Hjörtur, Hvað meinaru ? lastu ekkert ?
"Alls eru nú birtar niðurstöður fyrir 94.604 umsækjendur af ríflega 105 þúsund, eða nálægt 90%.
Hjá öðrum umsækjendum liggja niðurstöður ekki fyrir enn sem komið er. Ástæður þessa geta verið nokkrar, meðal annars flóknar breytingar á stöðu heimila umsækjenda, úrvinnslu á lánaupplýsingum er ekki lokið eða annað sem þarfnast nánari skoðunar.
Vænta má að niðurstaða vegna þeirra umsókna liggi fyrir fljótlega og mun ríkisskattstjóri tilkynna hlutaðeigandi með tölvupósti þar um."
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.