Gjörsamlega vanhæft vald.

Það gengur að sársaukamörkum að fylgjast með baráttu þessarar konu fyrir börnum sínum. Knúin áfram af þeirri fegurstu ást sem til er, móðurástinni, berst hún fyrir börnin sín. Það er með ólíkindum að svar valdsins sé fangelsi og refsing. Þar berstrípar valdið svo gjörsamlega vanmátt sinn í þessu máli og ætti að reyna að finna leið upp úr pyttinum, í stað þess að sökkva dýpra og dýpra. Hugurinn er hjá þessari hugrökku konu og góðar óskir um farsæla lausn á þessu erfiða máli.
mbl.is Hjördís í varðhaldi til 24. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þetta að vera grín hjá þér? Ég ættla rétt að vona það.. þessi kona er ekki ég endurtek EKKI góð eða hugrökk móðir! þessu kona er vanhæf móðirþ Mjög svo vanhæf og td hefur fyrri barnsfaðir hennar nú stigið framm og sagt frá því að hann fékk ekki að hitta son sinn í fjölda ára eða tala við hann.

Hún er forsjárlaus en rænir börnunum af föðurnum.. Er það í lagi? þetta er svona öfugt Halim Al mál hérna svo það sé á tæru. Svo til að kóróna ruglið þá gengur þóra Tómasdóttir í það að hjálpa konuni að ræna börnunum og flytja til landsins í skiptum fyrir einkaviðtal við glæpakonuna.. Sem minnir mig á annað. Hvar er þóra Tómasar núna?

Á hún ekki að vera eftirlýst fyrir þáttöku í mannráni?

Ekki láta svona bull frá þér fara aftur maður. Og eitt enn. Helduru að feður elski börn sín minna en mæður?

ólafur (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 12:15

2 identicon

En afsakið stafsetningarvillurnar.. Mér var bara mikið brugðið við lestur þessa bloggs..

ólafur (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 12:16

3 identicon

Mér sýnist á öllu að þú sérst í slæmu jafnvægi. Ég er fyrst og fremst að deila á valdið. Valdið á að leysa hnúta ekki herða að þeim. Sem mér sýnist á öllu að hér hafi gerst.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:13

4 identicon

Sammála þér Egill hvað varðar þessa valdbeitingu dönsku laganna sem og þau íslensku. Ég hinsvegar er á báðum áttum í þessu máli hvað varðar aðferðir móðurinnar. En hvað varðar börnin i þessu máli held ég að lögin séu ekki að vinna með þeim að nokkru leyti heldur eru lagabókstafir börnunum alltof erfiðir og flóknir. Auðvitað eiga öll börn rétt á umgengni við báða foreldra en undantekning er að sjálfsögðu ef alvarleg ofbeldi foreldra. Öll mál eiga sér tvær eða þrjár hliðar og ber að meðhöndla sem slík. Móðirin í þessu tilfelli gerði þau mistök að brjóta lögin i þessu máli þvi miður og er að gjalda fyrir það með fangelsisdvöl en held að enginn tapi á þessu máli nema börnin ef þau yrðu aftur tekin með valdi til Danmerkur eins og gert var hér og er hneisa fyrir ráðuneytið okkar að leyfa á sínum tíma.

guðrún (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:49

5 identicon

Ég er nú bara í góðu jafnvægi svo ég svari því nú fyrst. Annað. Okkur ber að virða milliríkjasamninga. þeir virka í báðar áttir. þessi kona braut lög og nú er hún komin þangað sem hún á að vera. Í fangelsi. Börnin svo laus frá henni sem er hið besta mál. þessi móðir á bara að fá að hitta börn sín undir eftirliti þangað til börnin verða 18 ára. Óábyrg móðir og tálmunarforeldri ekki bara gagnvar einum heldur tveimur barnsfeðrum!

Gott að réttlætið og faðirinn höfðu sigur gegn þessari konu.

ólafur (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband