Ragnar, eru fræðimaður eða fúskari?

Ekki rekur mig minni til þess að þú hafir lagt fræðilegt mat á eða haft af því áhyggjur þegar hvað stærstu kvótasölurnar fóru fram á árunu 1995 til ársins 2005. Þá seldu margir kvótann sinn og fengu miljónir og miljarða í sinn vasa. Þessi kaup útgerðarinnar voru að langmestu fjármögnuð með lántökum. Niðurstaðan var stóraukin skuldastaða útgerðarinnar sem endaði með þeim ósköpum sem allir þekkja. Þær spurningar sem sitja eftir og fræðimenn eins og þú ættir að svara, eins og þær, af hverju seljendur sem voru með miljarða í vasanum fjárfestu ekki í sjávarútvegi? Þeir fjárfestu freka í bönkum, verslun og allavega bréfarusli. Þrátt fyrir að við höfðum það besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Ekki man ég eftir því að þú hafir haft af því sérstaka áhyggjur að við sölu á aflaheimildum þurftu seljendur aðeins að greiða 10%af sölunni til þess aðila sem á auðlindina þ.e íslensku þjóðarinnar. Aldrei hef ég heyrt þig leggja mat á það kerfi sem unnið hefur verið eftir hvað varðar söluhliðina á aflaheimildum. Þar gilda engar reglur. Berðu saman sölu á verðmætum eins og gulli,áli, olíu og fl.  verðmætum. Sala á þessum verðmætum fer öll eftir mörkuðum sem óháðir eru kaupendum og seljendum. Á Íslandi er það best að hafa engar reglur nema þær sem LÍÚ býr til á sínum kontor. Allir sem vilja opna augun sjá að hér er um hreina idiotik að ræða. Háskólinn baðst afsökunar á sínum tíma á andvaraleysinu sínu fyrir hrun, og að hafa ekki spurt spurninga. Sennilega hefur sú afsökunarbeiðni farið framhjá þér. Sú ræða sem í þessari grein er vitnað til á ekkert skilt við fræðimennsku, mikið frekar fúsk. Útgerðin hefur verið að skila tugum miljarða í hagnað. Íslenskur almenningur er skattpíndur upp fyrir haus. Er það þín sýn á þjóðfélagið að herða eigi enn frekar skatta á almenning? Ég lít á þig sem talsmann LÍU ekki fræðimann. Sennilega er LÍÚ þau hrokafyllstu samtök sem fyrirfinnast á landinu þó víða væri leitað. Þú hefðir sómt þér vel sem arftaki Friðriks. Þú og LÍÚ sem er í mínum huga eitt og það sama ættu freka að hlust á íslenskan almennig og hætta að koma fram við sama almennig eins og að hann sé fífl. Það er marg gott í íslenska kvótakerfinu , en svo er þar margt sem ekki er hægt að flokka undir slæma stjórnun freka stjórnunarleg afglöp. Það er einlæg ósk mín að frá HÍ komi meira að fræðimennsku og minna af fúski. Er ekki kominn tími til að LÍU og þú Ragna eigið vinsamlegar viðræður við þjóðina og þið hættið að ögra henni. Til að ná árangri í sjávarútvegi verður að ríkja gagnkvæmt traust og virðing, en þar vantar nokkuð mikið á.
mbl.is Veiðigjöld stórskaða íslenskan sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband