Ætla sjallar í NV að ögra landsmönnum.

Í prófkjöri gefst hinum óbreytta liðsmanni tækifæri á að stilla upp því liði sem hann/hún telur sigurstranglegast í komandi alþingiskosningum. Einar Kr. var undir árum í þeirri ríkisstjórn sem reri fram af brúninni með þeim hræðilegu afleiðingum sem kunn eru og eru enn að koma fram. Einar Kr. var sjávarútvegsráðherra í þeirri ríkisstjórn. Verð á aflaheimildum fóru upp í hæðsu hæðir. Einar sá ekki ástæðu til að lyfta litlafingri til aðgerða og eða spyrja spurninga. Einar Kr. var aðeins framlenging á armi LÍÚ í ríkisstjórn. Nú þegar við horfum í augun á börnunum okkar og biðjum til góðra vætta um vonina fyrir íslenskt samfélag, ætla þá sjálfstæðismenn virkilega að senda okkur þennan sama Einar Kr. í framvarðarsveit sjálfstæðisflokksins. Það jafngildir því að slökkva á voninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband