Eimskip að klúðra stórkostlegu tækifæri?

Fyrir hrun var reglan sú að örfáir lykilstjórnendum fanns þeir svo stórkostlegir að þeir fengu kauprétti sem oft voru mældir í tugum og jafnvel hundruðum miljóna. Allir vita hvernig fór. Eftir hrun var upplagt tækifæri fyrir fyrirtæki að fara nýjar leiðir og virkja alla starfsmenn. Eimskip gat orðið fyrirmynd. Ef þeir hefðu gefið öllum starfsmönnum sínum kost á að kaupa í fyrirtækinu á hagstæðum kjörum, hefði eftir því verið tekið. Þannig hefði Eimskip orðið nokkurskonar frumkvöðull meðal íslenskara fyrirtækja hvað uppbyggingu varða. Í staðinn fer Eimskip gömlu leiðina sem við þekkjum svo vel og er þetta fornfræga skipafélag nú orðið að tákni fyrir græðgisvæðingu.  Það er þannig í öllum fyrirtækju að allir skipta máli. Ekki bara sex eins og hjá Eimskip. Hinir 994 skipta líka máli. Sá kafli sem nú er verið að skrifa í sögu þessa fyrirtækis er sorgar kafli. Það er undarlegt hversu stjórnmálaflokkar eru þöglir um þessa atburði. Vilhjálmur Skagamaður hjá VLFA stendur sig að vanda eins og hetja og vekur athygli landsmanna á þessum gjörningi. Allir ættu að fordæma þennan gjörning svo undir taki í fjöllunum.
mbl.is Lýsa yfir vanþóknun á kauprétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt þetta kerfi byggist á að láta Lífeyrissjóðina taka skellinn -  þar sitja fulltúar SA m.a.  hjá GILDI er

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, varaformaður stjórnar. Tilnefnd af SA.

GILDI  reið reyndar á vaðið og ákvað að kaupa ekki í Eimskip

Grímur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband