Ekki benda á mig.

Ef ég man rétt þá varð hér hrun árið 2008. Afleiðingin var að þúsindir heimil í landinu urðu eignalaus og eða gjaldþrota. En. Þetta var ekki stjórnaskránni að kenna, ekki Davíð Oddsyni (varaði við segir Hannes Hólmsteinn), ekki ríkistjórn Geirs Haarde (eða neinum hans ráðherrum, allavega ekki Jóhönnu eða Össuri), ekki okkar ágætu bankastjórum, ekki kvótakerfinu, ekki fjármálaeftirlitinu, ekki þingmönnunum okkar, ekki ............

Þess vegna er í lagi að byggja upp nýtt Ísland nákvæmlega eins og það var.


mbl.is Feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hver er að tala um eins og var...

Hvað olli hruninu er ekki okkur almenningi að kenna, heldur er það þeirra sem sáu um lánastarfsemina það er bankana og þeirra sem stjórnuðu þeim (hrunið varð á heimsvísu) og það voru ekki fiskikvótarnir eða heimilin og hvað þá fyrirtækin með lánin sín hér á Íslandi sem ollu þessu hruni...

Hvað við ætlum eiginlega að læra af þessu hruni virðist erfitt að sjá í dag vegna þessara skotgrafa sem virðist vera í gangi gangvart Sjálfstæðsflokknum og er það miður vegna þess að vera Sjálfstæð Fullvalda þjóð með okkar eigin Gjaldmiðill á að vera okkur mikið dýrmætt vegna þess að það er ekki eins og við förum bara út í næstu búð og kaupum þessa góðu kosti sem ættu að vera hverjum og einum mikilvægir og hvað þá heillri þjóð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband