SpKef og kvótinn.

Nú þegar almenningur fær reikninginn vegna SpKef er vert að rifja það upp hvernig sparisjóðurinn komst í þessa stöðu. Þorsteinn Erlingsson útgerðarmaður af suðurnesjum kemst til valda í SpKef með kvótann sinn að vopni. Hann kemst til valda og gerist stjórnarformaður í sjóðnum. Það er vert að skoða nokkrar tölur úr ársreikningi sjóðsins frá þessum tíma þegar sérfræðingurinn tekur völdin. Einn liðurinn í bókhaldi SpKef sem heitir "lán til stjórnar og félögum þeim tengd" er árið 2006 um 40 mkr, árið árið 2008 var þessi liður kominn í yfir 3 miljarða. M.ö.o 75.faldaðist þessi liður þar sem sjóðurinn dælir í stjórnarformannin(Þorstein ) og vildarvini hans. Ég dreg það stórkostlega í efa að það þoli dagsljósið hvernig það hefur síðan gerst að eftir þessar hamfarir hefur  þessum sama Þorsteini  verið úthlutaður kvóti ár hver að andvirði 2,5-3 miljarðar. Nú þegar almenningur er að fá reikning upp á tæpa 20 miljarða er vert að spyrja hvort ekki þurfi að velta við nokkrum steinum og skoða tengsl kvótans í Saltveri við hamfarirnar í SpKef.
mbl.is Landsbankinn fær 19,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi Ríkisstjórn á að segja tafarlaust af sér störfum vegna þess að hún var ekki kosin til þessara vinnuverka, heldur var hún kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna en ekki til þess að bjarga föllnu bönkunum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.6.2012 kl. 22:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

FME lét eitt af endurskoðunarfyrirtækjunum sem eru í sakamálarannsókn gera skýrslu um þetta sem kostaði 60 milljónir og þrotabúið var látið greiða (kröfuhafar). Samt fær enginn að sjá þessa skýrslu.

Já þetta er allt saman verðugt rannsóknarefni.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2012 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband