Æ, þegiðu.

Eldri dóttir mín 13 ár sat hjá mér og horfði á sjónvarpsfréttir með mér. Við horfðum bæði á þegar Steingrímur labbar úr ræðustól og segir "Æi, þegiðu". Við hlóum bæði hátt og innilega.Yngri dóttirinn vildi vita hvað var svona sniðugt. Sú eldri útskýriði að það hafi verið alþingismaður á alþingi sem sagði öðrum að þegja. Hér innan dyra hefur það verið regla, alveg sama hvað á gengur að við notum ekki ljótt orð hvort við annað. Sennilega hefur það verið eitt verðugasta verkefni allra þingmanna eftir hrun að auka virðingu alþingis. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi gengið jafn illa að auka virðingu alþingis eins og það hefur tekist að stjórna þessu landi. Tækifærin og möguleikarnir er fyrir hendi þannig að við getum öll haft það gott sem lifum í þessu landi. Því miður er ég ekkibjarsýnn á að við fáum stjórnendur og stjórnunarhætti sem við þurfum í næstu framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband