Hvernig byrja styrjaldir?

Þessi spurning kemur óneytanlega upp í hugann á þessum tímamótum Grikkja. Þjóðfélagsgerð Grikkja verður það sködduð að óvíst er að landið beri þess nokkurtímann bætur. Það var intresant viðtalið sem Egill átti við Ástralska hagfræðinginn í Silfrinu í dag. Það virðist svo vera að þeir sem bjuggu til peninga með því að lána án þess að hafa hugmynd um arðsemina sleppi nokkuð fyrir horn. Almenningur skal greiða fyrir þeirra mistök. Mín skoðun er sú að stutt sé í ófriðarbál í heiminum út af efnahagskrísunni. Þessi neisti sem er búið að kveikja í Grikklandi gæti hæglega orðið af stóru báli. 


mbl.is Grikkir samþykkja niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Evropa á eftir að loga.það er það sem þjóðverjar stefna að..

Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 00:25

2 Smámynd: Sandy

Ég trúi því varla að það sé stefna Þjóðverja að það skelli á stríð í Evrópu. Hinsvegar má varpa fram þeirri spurningu hvers vegna ekki sé tekið öðruvísi á þeirri skuldakreppu sem geisar um alla álfuna. Mín skoðun er sú að Franskir og þá sérstaklega Þýskir bankar séu búnir að lána óhóflega og eigi mikið undir því að lánin skili sér til baka, áður en Evrópa áttar sig á með hvaða hætti staðið var að þeim viðskiptum.

Sandy, 13.2.2012 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband