Guðfríður og Ögmundur gefa alþingi von.

Það er með eindæmum hvað alþingi hefur verið mislagðar hendur síðustu ár og jafnvel áratugi. Kjarklausir stjórnmálamenn hafa verið sem ráfandi reköld og allt hefur snúist um það að stíga í takt við foringjann í þeirri von að eiga von á ráðherrastóli. Afraksturinn er öllum ljós. Ég horfi á það sem ljós í myrkrinu að það skuli vera á þingi fólk eins og Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson. Við getum deilt um þá pólitík sem þau standa fyrir, en réttlætiskennd og heiðaleika þeirra þarf ekki að deila. Eftir hrunið var það meginverkefni alþingis að byggja upp traust á þeirri stofnun. Í mínum huga eru það þau tvö þ.e Guðfríður og Ögmundur sem skora hæðst í þeirri uppbyggingu. 


mbl.is „Stórkostlega misráðið“ af Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ræðan hennar Guðfríðar Lilju við umræðurnar um frávísuna er með því besta sem ég hef heirt lengi tær snilld.  Það þarf kjark til að rísa upp gegn félögunum en sýnir úr hverju hún er gerð.

Guðm Jakobsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband