Tæknilegt gjaldþrot.

Það var upp fótur og fit þegar Gylfi Magnússon kom í hádegisfréttum dag einn í okt 2008 og sagði að bankarnir væru tæknilega gjaldþrota. Alir þekkja framhaldið. Nú virðist vera raunin að bankarnir hafa sterka eiginfjárstöðu en heimilin í landinu eru (tæknilega) gjaldþrota. Eigið fé sem almenningur átti í fasteignum sínum er farinn. Bankar og lánastofnanir eiga, fyrirtækin í landinu, íbúðirnar sem við búum í og bílana á götunni. Og nú ætla Jóhanna og Steingrímur enn að hækka skatta og þar með bæta á skuldabagga einstaklinga og fyrirtækja. Þvílíkir stjórnunarhættir, þvílíkt land.
mbl.is Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mun enda með ósköpum ef þessi ríkisstjórn verður ekki látin hröklast frá völdum hið fyrsta, þetta getur ekki gengið svona lengur!

Hafdís (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband