17.3.2011 | 23:52
Inn í þetta ráð vildu stjórnmálamenn fara.
Til baka litið er það mælikvarði á hversu Íslenskir stjórnmálamenn voru orðnir afvegaleiddir þegar þeir sóttust eftir að fá sæti í Öryggisráði Sameinsuðuþjóðanna. Ákvörðun eins og þessi hlýtur að vera erfið fyrir þau lönd sem hana taka. Burt séð frá því hvort ákvörðunin er rétt eða röng. Stundum getur það verið einfaldlega góður kostur að þurfa ekki að taka afstöðu.
Í viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur við Darling fyrrum fjármálaráðherra Breta kom það skýrt fram það álit hans, að íslenskir stjórnmálamenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað var að gerast í þeirra eigin landi. Það hefur sýnt sig að þetta var rétt hjá Darling. Íslenskir ráðamenn voru komnir svo gjörsamlega út úr korti að það hálfa hefði verið nóg. Ég held að þessar staðreyndir séu ástæðan fyrir því að traust á íslenskum stjórnmálamönnum er í algjöru lágmarki.
Öryggisráðið heimilar loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú lifum við á öðrum tímum en þegar Hitler og Mussolini voru við völd og vonandi verður þetta til að sagan endurtaki sig ekki!
Sigurður Haraldsson, 18.3.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.