Og ræningjarnir ganga lausir.

Það er athyglisvert að skoða ársreikninga þessa sparisjóðs. Myndin er svo skýr sem mest getur verið. Með kvótann í höndunum kemst Þorsteinn Erlingsson til valda í Sp.kef. Það tók ekki langan tíma að tæma sparisjóðinn. Í lið 36. í árskýrslu kemur þetta nokkuð skýrt fram. Þar er liður sem heitir "Lán til stjórnar og félögum þeim tengd" árið 2006 voru þetta 39 millj kr, 2007 fór þessi tali í tæpa 2.000 milj.kr og 2008 í rúmar 3.000 m.kr. Þetta eru árin sem Þorsteinn Erlingsson tekur við sem formaður stjórnar. Höldum áfram að kíkja í ársskýrslur sp.kef. Næsti liður þar fyrir neðan sem heitir "Lán til dóttur og hlutdeildarfélaga og aðila þeim tengd." Árið 2006 eru þetta  393 m.kr 2007 eru þetta rúmar 2700 m.kr og 2008 tæpar 3.000 mkr. Um leið og þessi fjarmála kvóta snillingur tekur við er byrjað á að dæla þúsundum miljóna til vina og vandamann. Það átti að ná verðmætunum í orkuveitu suðurnesja og ýmsu fleiru. En það besta er að vopnið sem þessi maður fór með inn í sparisjóðinn þ.e kvótinn er enn í hans höndum. Að vísu þurfti Grandi að hýsa kvótann í smá tíma meðan snillingurinn var að taka til. Ef einstaklingurinn fór ógætilega í fjármálum er ekki hikað við að hirða af honum verðmætin íbúðina, bílinn eða hvað sem það heitir. En þessi ræningi sem var stjórnarformaður í sp.kef heldur öllu sínu. Svo þarf almenningur "bara" að borga 11,2 miljarða króna. Þetta er svipuð tala og ég bendi á hér fyrir ofan sem er í bókum félagsins, sem yfirstjórnin afgreiddi til vina og vandamanna og fór á dúndrandi hausinn með allt bixið. Þessi formaður stjórnar Sp.kef er glæsilegur fulltrúi og sýnishorn hvernig kvótakerfið og gallar þess virkuðu og virka í íslensku samfélagi
mbl.is Kostar 11,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill, það er ekki rétt hjá þér að "almenningur borgi bara 11,2 milljarða" Hið rétta er að vinstri vasinn á Steingrími, kallaður ríkisjóður (sem við eigum) borgar 11,2 en hægri vasinn á Steingrími kallaður NBI (sem við eigum líka),  borgar 8,4 milljarða, alls 18,4 milljarðar. Þetta er ennþá ein lygin hjá stórlygaranum Steingrími.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 12:07

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já hann slær hverja keiluna á fætur annari! Hvernig ættli svona fólki lýði? Ég veit hvernig mér mundi lýða, en ég veit ekki um siðleisingja!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 13:51

3 identicon

Mestu ræningarnir er þessi svokallaða ríkistjórn !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband