4.3.2011 | 17:40
Engar áhyggjur, skattgreiðendur borga.
Það var ekki nóg að eiga fiskinn í sjónum, þeir vildu orkuna á reykjanesi og Spkef líka. Með kvótann að vopni fóru þeir inn í sparisjóðinn, fjárglæpamenn af suðurnesjum. Þessir fjárglæpamenn halda sig nú hléleginn segja ekki orð. Þeir halda öllum sínum kvóta. Fjármálaráðherra gefur út yfirlýsingu um að menn þurfi ekkert að óttast. Skattgreiðendur þessa lands sjái um það. Er það skrítið að almenningi blöskri? Fjárglæmennirnir eru í vari. Það er ekki spurning hvort að það eigi að rannsaka sögu þessa sparisjóðs það ætti að vera búið að því.
Innistæður í SpKef eru tryggar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég er sammála þér. Auðvitað á að vera búið að rannsaka alla þessa banka fyrir löngu síðan og það er skelfilegt að Fjármálaráðherra geti bara lagt sí svona hverja bankabjörgunina á fætur annarri á herðar okkar skattgreiðenda án þess að við fáum nokkru um það ráðið hvort þetta sé það sem að við skattgreiðendur viljum eða ekki...
Það er alla vegna alveg á hreinu að þessi bankabjörgunar gleði hans Steingríms er að kosta okkur þjóðina of mikið, og svo mikið að við getum ekki rekið það samfélag sem við viljum....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2011 kl. 23:58
og furdulegt hvad thessir glaepamenn fa ad ganga lausir lengi og tima til ad koma eignum i skjol
furduleg vilkilega furdulegt
Magnús Ágústsson, 5.3.2011 kl. 05:01
Steingrímur er ekki bara að taka okurlán fyrir hönd almennings til að henda inn í einkafyrirtæki og banka, hann er að koma í veg fyrir að ólöglegir samningar og ráðstafanir verðmæta séu rannsakaðar, meðal annars vegna þess að gagnaöflun er auðveldari þegar fyrirtæki eru látin fara í þrot.
Guðmundur K Zophoníasson, 5.3.2011 kl. 09:52
Bara til að leiðrétta smá misskilning: Þó að Steingrímur minni fólk á að á Íslandi er starfandi innstæðutryggingasjóður sem veitir lögboðna tryggingu, þá jafngildir það ekki loforði um að skattgreiðendur muni borga nokkurn skapaðan. Enda hefur Steingrímur enga lagalega heimild til að gefa slíkt loforð, og það væri beinlínis bannað.
Á Íslandi hefur ríkisábyrgð á bankainnstæðum aldrei verið lögfest.
Á evrópska efnahagssvæðinu er ríkisábyrgð á innlánstryggingum óleyfileg, og myndi fela í sér brot á EES-samningnum.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.