16.2.2011 | 15:44
Herjir eru gungur og druslur?
Þau urðu fleyg orð núverandi fjármálaráðherra þegar hann kallað Davíð Oddsson gungu og druslu af því hann vildi ekki hafa við sig orðastað í þinginu. Nú neitar sami Steingrímur að eiga orðastað við þjóðina og hlust á vilja þjóðarinnar í skítamáli allra alda, Icesave. Eg hef í gegn um tíðina verið hrifinn af Steingrími sem stjórnmálamanni. En síðustu vikur og mánuði hefur þessi ágæti stjórnmálamaður þ.e Steingrímur J. Sigfússon fallið í ruslflokk. Er það ekki heitið á flokknum sem matsfyrirtækin meta þjóðir í þegar þær eru við það að verða ógjaldfærar? Það er kaldhæðni örlaganna að nú þegar Icesave fánanum er flaggað í hálfa stöng skuli Landsbanki Íslands vera í fundarherferð um landið til að bæta ímynd sína. Í mínum huga verður Landsbani Íslands aldrei annað en tákn fyrir gungur, druslur og fjárglæpamenn.
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Svo samála! Það hafa bæst við á þingi enn fleiri landráðamenn en var áður!
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 16:20
Hér sannast að allt er til sölu hjá öllum flokkum.
Samfylking seldi sálina og lýðræðishugmyndirnar með
WC seldi síðasta kosningaloforðið
Sjallar seldu sannfæringuna og skítugu heybrókina fyrir klink
Hvað er svo verið að segja þjóðinni þegar hvert lögbrotið fylgir öðru í ráðuneytunum.
Í fyrradag umhverfisráðherfa (virkjunarmál)
Í gær sólbrúni Sampillingarmaðurinn (Frjálsi og vextirnir)
Í dag Nágrímur NEI-kvæði, og fjármálaráðuneytið (persónuvern)
Svo kom ráðherrarnir fram, saka Hæstarétt um spillingu og segja að þeir hafi ekkert gert rangt... aðeins "túlkað lögin eftir sínu nefi".
Þá veit maður hvað maður gerir ef maður er stoppaður á 110 í vistgötu.
Skrúfar niður rúðuna og segir löggunni: "ekkert gert af mér" eða "túlkunaratriði"!
Af hverju á almenningur að fara eftir reglunum ef að þingmenn geta það ekki???
Óskar Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.