29.9.2010 | 21:44
Á að rannsaka kjósendur SF á suðurlandi?
Nú er sá tími sem kallað er eftir rannsóknum til að fólk fái gleggri mynd af því sem gerðist hér á landi, sem olli því að íslenskur efnahagur hrundi til grunna. Bankarnir hrundu með tilheyrandi afleiðingum. Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra bankamála. Allir sjá að Björgvin fékk algjöra falleinkunn í sínu starfi. Síðan er boðað til kosninga. Hverjum treystir SF fólk best til að leiða flokkinn á suðurlandi? Samfylkingarfólk kýs þennan sama Björgvin. Með öðrum orðum. Það treystir engum betur en þessum sama Björgvin til að leið íslendinga inn í framtíðina. Það er svo gjörsamlega útilokað að það hafi kosið Björgvin af því að hann stóð sig svo vel í fyrra stari. Nei, það er eitthvað annað sem fólk var að kjósa. Það sem mér dettur helst í hug að þeir sem krossuðu við Björgvin í fyrsta sæti SF hafi best treyst honum til að "lempa til í röðinni" fyrir sig. Eða að veita sér einhverskonar fyrirgreiðslu (að sjálfsögðu á kostnað fjöldans). Nú ætlar Björgvin að mæta í vinnuna. Þetta er svo absúrt að ég tel fulla ástæðu að kalla fram í dagsljósið hvers vegna kjósendur á suðurlandi treysti engum betur en þessum manni til að leiða okkur inn í nýtt ísland. Ég kalla á rannsókn.
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
jájá, hvað með dæmda þjófinn sem situr á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi ? Enn kastið þið sjallar björgum úr glerhúsi.
Óskar, 29.9.2010 kl. 22:15
Sammála þessu. Samfylkingin er rotinn og ótrúverðug. Hinsvegar finnst mér líka aumkunarverður málflutningur hjá mörgum sjálfstæðismönnum þegar þeir tala um að það sé nóg að þessir aðilar axli pólitíska ábyrgð. Það þurfti að draga Geir og Ingibjörgu með töngum út úr stjórnmálum og væntanlega hefðu þau ekki hætt nema vegna sinna veikinda. Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór o.fl. sitja sem fastast.
Það hefur aldrei verið neitt til sem kallast pólitísk ábyrgð í bananalýðveldinu Íslandi. Þetta auma sker er gjörsamlega rotið af spillingu og hefur alltaf verið. Jafnvel í svörtustu Afríku eru vandfundinn jafn spillt og rotinn þjóðfélög eins og á skerinu.Guðmundur Pétursson, 29.9.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.