20.6.2010 | 20:34
Skilagjald á sígarettur?
Í dag hljóp ég í kringum flugvöllinn. Þegar þjóðarskútan er hriplek og með slagsíðu þá þarf kannski lítið til að pirra mann. Í gær bloggaði ég um sóðaskap hestamanna í Elliðaárdal. Á skokki mínu í dag fór ég að taka eftir sígarettustubbum á hlaupaleiðinni. Fjöldi sígarettustubba var ótrúlegur. Það er greinilegt að þegar reykingarmenn hafa sogið naglann upp að filteri þá flýgur stubburinn í götuna. Til að vinna bót á þessu er besta ráðið að setja skilagjald á stubbinn. Ef það væri 5 kr pr sígarettu þá þyrfti pakkinn að hækka un 100 kr. Ef reykingamaðurinn skilaði stubbunum (t.d í Sorpu) þá fengi hann þennan 100 kr endurgreiddan. Ef hann hendir honum í götuna getur hver sem er hirt stubbinn og fengið skilagjaldið. Þetta er pottþétt leið til að minnka sóðaskapinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.