5.5.2010 | 00:09
Nú þigg ég styrk.
Mér varð óglatt við að hlust á Guðlaug Þ Þórðarson í kastljósinu í kvöld. Vera mín í sjálfstæðisflokknum nær yfir áratugi. Að fylgjast með niðurlægingunni sem nokkrir þingmenn sýna þeirri hugsjón sem flokkurinn stendur fyrir er með ólíkindum. Á sama tíma og flokkurinn þarf að byggja upp traust virðist vera sem svo að sumir þingmenn lifi í annarri veröld en ég. Í Mogganum í dag er Árni Johnsen að reyna að samfæra menn um að kvótakerfið eigi að taka útfyrir svig þegar bankahrunið er annars vegar og komi því ekkert við. Hvernig væri fyrir Árna eyjamann að kíkja út um gluggann hjá sér og gá hvort einhver hafi veðsett fisk í sjónum til að kaupa þyrlu. Nú þigg ég styrk frá stórum fyrirtækju og smáum, körlum og konum, því að ég ætla að kaupa könnun. Könnun þar sem fram kemur stuðningur grasrótar sjálfstæðismanna við þessa þingmenn. Flokkurinn virðist með öllu búinn að tína grasrót sinni. Þess vegna fær Jón Gnarr sennilega meirihluta í Reykjavík í næstu bæjarstjórnarkosningum. Það eru mörk fyrir öllu og þar með hvað hægt er að bjóða okkur sjálfstæðismönnum uppá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.