Ég geri hér með grein fyrir atkvæði mínu.

Það er gjarnan háttur þingmanna þegar til atkvæðagreiðslu kemur að gera grein fyrir atkvæði sínu. Jafnvel þó að búið sé að ræða málin áður svo dögum og jafnvel vikum skiptir. Með atkvæði mínu er ég að koma því á framfæri að Icesave skuldin sé mér og fjölskyldu minni með öllu óviðkomandi. Með atkvæðagreiðslunni er ég að koma  á framfæri  óánægju minni með vinnu stjórnvalda að þessu máli. Jafnframt er ég að koma því á framfæri við Breta og Hollendinga að réttlætið í þessu máli er ekki fólgið í því að börnin mín borgi skuldir óreiðumanna. (Nú finnst mér eins og að bjalla forseta klingi og tími minn sé á þrotum.) Með atkvæði mínu er ég að vekja von í brjósti að málið fari fyrir dómstóla og réttlætinu verði fullnægt. Þess vegna segi ég NEI, nei og aftur nei.
mbl.is Tæplega 43% kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

sammála þér!

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband